Íslandsbanki hækkar vexti

Breytingarnar taka gildi á þriðjudaginn.
Breytingarnar taka gildi á þriðjudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðtryggðir breytilegir vextir íbúðalána hjá Íslandsbanka hækka um 0.50 prósentustig og verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækka um 0.40 prósentustig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en breytingarnar taka gildi þriðjudaginn 17. september. 

Í tilkynningunni kemur fram að fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára lækki um 0.35 prósentustig og sömuleiðis fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára lækka um 0.20 prósentustig. 

Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0.75 prósentustig og vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0.20 prósentustig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK