Opna ekki aftur í Kringlunni

Verslun Eirbergs var ein fjölda verslana Kringlunnar sem urðu fyrir …
Verslun Eirbergs var ein fjölda verslana Kringlunnar sem urðu fyrir altjóni vegna brunans. Nú liggur fyrir að hún verður ekki opnuð aftur í húsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérverslunin Eirberg, sem rekin hefur verið á Stórhöfða í Reykjavík og í Kringlunni, hefur ákveðið að opna verslunina í Kringlunni ekki á ný eftir brunann sem varð í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum.

Verslun Eirbergs var ein fjölda verslana Kringlunnar sem urðu fyrir altjóni vegna brunans.

„Árin okkar tíu í Kringlunni voru farsæl og góð en svo kemur þetta áfall sem reynist meira en maður hélt í byrjun,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir aðspurður að allar innréttingar og innanstokksmunir hafi orðið fyrir vatnsskemmdum. „Við sáum strax að verslunin yrði ekki starfhæf í langan tíma.“

Kristinn segir að í kjölfarið hafi stjórnendur Eirbergs ákveðið að líta inn á við.

„Það er kannski dálítið íslensk hugsun að horfa á þetta sem tækifæri. Við héldum því ótrauð áfram og tókum ákvörðun um að fílefla verslunina á Stórhöfða. Við færðum fólkið sem var í Kringlunni þangað yfir og stórbættum þjónustustigið og upplifun viðskiptavina.“ Þessi ákvörðun borgaði sig, að sögn Kristins.

„Við höfðum vonast til að ná einhverjum af viðskiptavinunum í Kringlunni upp á Stórhöfða. Á endanum hafði þetta þau áhrif að veltan í fyrirtækinu jókst eftir lokunina,“ segir Kristinn. 

Nánar í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK