Sjá engin sérstök hættumerki en fylgjast vel með

Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans.
Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, segir að þó litlar vísbendingar séu fyrir hendi enn sem komið er þá gæti það orðið svo að vanskil aukist vegna efnahagsumhverfisins.

Seðlabankinn hefur gefið út að þrátt fyrir hátt vaxtastig séu enn lítil merki um vaxandi greiðsluerfiðleika á útlánum banka til heimila.

Haukur segir að Seðlabankinn fylgist vel með stöðunni og sjái enn sem komið er engin sérstök hættumerki.

„Við erum alltaf að fylgjast með og vanskil gætu farið að aukast hjá heimilum og fyrirtækjum. Viðnámsþróttur heimila og fyrirtækja er þó mikill um þessar mundir.“

Haukur bætir við að ef skuldahlutföll séu skoðuð þá hafi þau sjaldan verið lægri í sögulegu samhengi.

„Við höfum mög góðar upplýsingar um skuldir heimilanna í bankakerfinu. Raunvöxtur skulda heimila sveiflast í kringum núllið þannig að raunvöxturinn er lítill ef nokkur. Skuldahlutföll hafa sjaldan verið lægri í sögulegu samhengi og skuldavöxtur verið hóflegur á undanförnum árum. Þannig að staðan er góð sem slík,“ segir Haukur.

Lánstíminn að styttast

Hann bætir við að Seðlabankinn hafi ekki séð merki í gögnunum um að heimilin séu að auka skuldsetningu sína enn sem komið er en bankinn sjái að lánstíminn er að styttast og löngu lánin ekki jafnalgeng og áður fyrr.

„Ég tel að ekkert fari framhjá okkur sem skiptir verulegu máli. Við erum að horfa á vanskil í bankakerfinu og þar líta tölurnar ágætlega út. Við fylgjumst þó vel með öðrum gögnum einnig,“ segir Haukur. 

Meira í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK