Landsbankinn hefur tilkynnt að hann muni lækka vexti, en ákvörðunin kemur í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í vikunni.
Er Landsbankinn síðastur stóru viðskiptabankanna þriggja að tilkynna um lækkun, en áður höfðu Arion banki og Íslandsbanki gert það sama.
Lækkunin núna kemur tíu dögum eftir að bankinn hafði tilkynnt um breytingu vaxta.
Lækkuðu þá meðal annars fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,2 prósentustig og hækkuðu breytilegir vextir verðtryggðra lána um 0,25 prósentustig. Þá hækkuðu fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum, til 60 mánaða, um 0,5 prósentustig.
Í tilkynningu frá bankanum í dag kemur fram að breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækki um 0,25 prósentustig og verði 10,5%.
Í lok september lækkuðu óverðtryggðir fastir vextir íbúðalána um 0,2 prósentustig, en þeir vextir haldast nú óbreyttir.
Innlánsvextir hjá Landsbankanum lækka einnig um 0,10 til 0,25 prósentustig.
Breytingarnar gilda frá og með 9. október, en þegar vextirnir voru hækkaðir gilti breytingin frá og með tilkynningardegi.
Arion banki og Íslandsbanki tilkynntu einnig lækkun vaxta í gær. Enginn bankanna lækkaði verðtryggða íbúðalánavexti. Arion banki lækkaði breytilega óverðtryggða vexti á húsnæðislánum um 0,25 prósentustig, en Arion banki lækkaði óverðtryggða breytilega vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og óverðtryggða fasta vexti íbúðalána um 0,6 prósentustig.
Þar taka breytingarnar ekki heldur gildi strax, heldur 8. og 9. október.
Indó tilkynnti einnig um lækkun vaxta í gær, eða um 0,15 til 0,25 prósentustig. Taka þær breytingar gildi í dag.
Tilkynning Landsbankans í heild:
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Útlánsvextir
Innlánsvextir
Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 2. október sl. en þá lækkaði Seðlabankinn meginvexti um 0,25 prósentustig. Vaxtabreytingarnar taka einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Breytingar á vöxtum útlána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.
Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga.