Hyggja síður á ferðalög

Dvínandi ferðaáhugi er á meðal Bandaríkjamanna.
Dvínandi ferðaáhugi er á meðal Bandaríkjamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt nýbirtri könnun Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) um ferðavilja á tímabilinu frá september til desember 2024 virðist heldur færra fólk hyggja á ferðalög á umræddu tímabili eða einungis um 58% svarenda. Það reiknast sem 4% samdráttur á milli ára.

Af þeim löndum sem könnunin tók til eru þrjú þeirra á meðal mikilvægustu markaða Íslands, þ.e. Bandaríkin, Kanada og Kína.

Ferðaáform Bandaríkjamanna dragast saman umtalsvert á milli ára, sem er áhyggjuefni fyrir Íslendinga, enda okkar stærsti markaður. Þannig segjast einungis 23% hyggja á ferðlög til Evrópu á tímabilinu september til desember en var 41% á sama tímabili í fyrra.

„Það gott hafa könnunina til hliðsjónar þegar spáð er í spilin um hvað gæti verið fram undan. Könnunin sýnir umtalsvert minni ferðavilja Bandaríkjamanna miðað við sama tíma i fyrra. Það eru ekki jákvæðar fréttir að lykilmarkaður ætli að draga úr ferðalögum,“ segir Arnar Már Óskarsson ferðamálastjóri í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK