ASÍ dregur í land – Appið fær nýtt nafn

Appið Prís heitir nú Nappið.
Appið Prís heitir nú Nappið. Samsett mynd

Verðlagseftirlitsapp Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Nappið. Áður hét appið Prís, en það fór í loftið undir lok síðasta árs. 

Nappið hefur aukna virkni samanborið við Prís, en í nýju útgáfunni er hægt að leita eftir vörum án þess að skanna þær með strikamerki. Að því er fram kemur í tilkynningu er einnig hægt að skanna inn ný verð ef varan er ekki til í appinu eða verðið í versluninni hefur breyst. 

Slegist um Prís

Skömmu eftir að ASÍ gaf út Prís sótti Heimkaup um einka­rétt á nafn­inu Prís til Hug­verka­stofu. Í samtali við mbl.is fyrr á þessu ári sagði Hall­dór Odds­son, lög­fræðing­ur ASÍ, að þau vildu að Heimkaup myndi finna sér nýtt nafn. 

Af því varð ekki og opnaði lágvöruverslunin Prís í ágúst á þessu ári. Nú hefur ASÍ skipt um nafn á appinu. 

Í tilkynningu frá ASÍ segir að ný virkni appsins endurspeglist í nýja nafninu, þar sem almenningur hefur nú færi á að nappa verðhækkanir samstundis og taka þannig þátt í aðhaldi með verðhækkunum og að breikka vöruúrvalið sem fylgst er með.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK