Tæplega 30 milljarða tekjur

Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical.
Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekjur Emblu Medical, móðurfélags Össurar, á þriðja ársfjórðungi á þessu ári námu 214 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,4 milljörðum íslenskra króna.

Það samsvarar 11% vexti í staðbundinni mynt og 7% innri vexti, að því er kemur fram í tilkynningu.

Á þriðja ársfjórðungi var 9% innri vöxtur í sölu á stoðtækjum, 1% á spelkum og stuðningsvörum, og 9% í þjónustu við sjúklinga.

„Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 47 milljónum Bandaríkjadala (6,4 milljörðum íslenskra króna) eða 22% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2024 samanborið við 19% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2023. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi jókst um 58% og nam 22 milljónum Bandaríkjadala (3,0 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 10% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2024, samanborið við 7% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2023,“ segir í tilkynningunni.

Sveinn Sölvason forstjóri segist í tilkynningunni vera ánægður með stöðu mála.

„Sala í þriðja ársfjórðungi var áfram góð og nam 214 milljónum Bandaríkjadala (29,4 milljörðum íslenskra króna). Þá var söluvöxtur 11% í staðbundinni mynt, þar af 7% innri vöxtur, sem var drifinn áfram af góðum vexti í sölu á stoðtækjum og þjónustu við sjúklinga, sérstaklega í Evrópu. Við skiluðum góðum rekstrarhagnaði í fjórðungnum og nam EBITDA framlegð 22% af veltu samanborið við 19% á sama fjórðungi síðasta árs,” segir Sveinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK