Alda landar stórum samningi í Noregi

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og stofnandi Öldu, og Martin Devor, …
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og stofnandi Öldu, og Martin Devor, framkvæmdastjóri hjá Aker Solutions

Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti lausnina Öldu í loftið fyrir einungis ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions sem er dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker-samsteypunnar.

Fram kemur í tilkynningu Öldu að samningurinn marki mikil tímamót fyrir félagið og staðfestir stöðu þess sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar.

Aker Solutions, sem er orkutækniarmur Aker-samsteypunnar, er skráð í Kauphöllina í Ósló og telst eitt af fimm stærstu fyrirtækjum Noregs.

Starfsfólk Aker Solutions er í heildina 11.000 í 15 löndum og er með höfuðstöðvar í Noregi.

Þá muni lausn Öldu mun ná yfir allt fyrirtækið og í henni felst að nýta gervigreind til að veita rauntímagögn og sérsniðnar aðgerðaáætlanir, sem mörg alþjóðafyrirtæki hafa þegar innleitt.  Gervigreindin er fáanleg á 17 tungumálum og býður upp á leikjavædda örfræðslu á sex tungumálum, sem stuðlar að dýpri skilning og virðingu á fjölbreytileika.

„Alda hefur gjörbreytt því hvernig við styðjum við fjölbreytileika og inngildingu þvert á vinnustaðinn, lönd og svæði. Fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu liggur virðið í því að geta nálgast á einum stað rauntímagögn, lykilmælikvarða og markmiðasettar aðgerðaáætlanir,“ er haft eftir Martin Devor, framkvæmdastjóra Aker Solutions, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK