Golfkúlur og ilmvötn leyfð en pylsur ekki

Bæjarins bestu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bæjarins bestu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ljósmynd/Isavia

Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskips, rithöfundur og bóndi, vakti nokkra lukku á samfélagsmiðlum á dögunum þegar hann lék á kerfið í pylsuviðskiptum sínum á Keflavíkurflugvelli.

Aðeins brottfararfarþegar mega kaupa sér veitingar á flugvellinum, en Óskar greiddi fyrir pylsuna við brottför og sótti hana við komu nokkrum dögum síðar gegn framvísun kvittunar. Þannig gat hann gætt sér á tollfrjálsri pylsu við komu sína til landsins, þrátt fyrir að lög og reglur um tollfrjálsar verslanir geri ekki ráð fyrir öðru en að af komupylsu sé greiddur tollur.

Eftir situr sú spurning hvers vegna máli skiptir hvort menn séu að koma eða fara.

Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í tollalögum er meginreglan sú að eingöngu sé heimilt að selja farþegum og áhöfn millilandafara á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun. Salan er eingöngu heimil gegn framvísun brottfararspjalds. 

Á meginreglunni er þó sú undanþága að tollayfirvöld mega selja komufarþegum og áhöfnum vörur í sérstaklega afmarkaðri verslun. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða vörur eru heimilaðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka