Sterk langtímasýn fyrir markaðinn

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,8% á árinu og 8,3 % sl. mánuð. Að sögn sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við byrjuðu batamerki að sjást þegar JBT gerði yfirtökutiboð í Marel.

Gott uppgjör JBT í vikunni hleypti af stað hækkun á gengi Marels í þriggja milljarða viðskiptum.

„Það skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenskan markað að fá Marel í gang.“ Væntingar um áframhaldandi stýrivaxtalækkanir hleypa meira lífi í markaðinn að mati sérfræðinga. Fræðin segja að þá leiti fjármagn, sem nóg sé til af á Íslandi, yfir í áhættusamari fjárfestingar.

„Vaxtalækkun er bara jákvæð fyrir félögin og allan markaðinn. Í dag er gott að fjárfesta í hlutabréfum á Íslandi.“

Þá sagði sérfræðingur að langtímasýn fyrir markaðinn í heild væri nokkuð sterk. Fjárfestingar einkafjárfesta í Heimum og yfirtökutilboð í Eik hafa einnig áhrif. Samkvæmt sérfræðingum hafa erlendir aðilar fjárfest hér á landi upp á síðkastið. Íslendingar líti gjarnan á það sem gæðastimpil og hvata.

„Við fengum einnig stóra erlenda fjárfesta inn með fimm milljarða kaup á ríkisbréfum í september.“

Greinin birtist í Morgunblaðinu á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK