Skelfilegt tap hjá Boeing

Boeing 737 farþegavél hjá Ryan air.
Boeing 737 farþegavél hjá Ryan air. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing er í vandræðum. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung að félagið hefði tapað um USD 6,2 milljörðum, einkum vegna verkfalla um 33.000 starfsmanna.

Verkfalla sem enn eru ekki leyst þrátt fyrir boð um 35% launahækkanir. Samtals nemur tap félagsins á árinu um USD 8 milljörðum eða yfir 1.100 milljörðum ISK. Til samanburðar þá eru skatttekjur íslenska ríkisins fyrir 2024 áætlaðar rétt undir þessari upphæð.

Nýr forstjóri Boeing lýsti því yfir að félagið væri eins og stórt skip sem tíma tekur að snúa við. Synd að félagið sé ekki líkara flugvél að því leytinu til.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK