Lítur á glasið hálffullt

Salan á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka mun frestast í ljósi þess að boðað hefur verið til kosninga.

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir í viðtali í viðskiptahluta Dagmála það vera miður en er þó bjartsýnn á farsælan endi.

„Þetta voru að vissu leyti vonbrigði að salan myndi frestast. Ferlið var hafið og ráðneytið var búið að ráða ráðgjafa og undirbúningur hafinn,“ segir Jón Guðni en bætir við að því fylgi þó kostir. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

„Ef maður lítur á glasið sem hálffullt þá bara gefst meiri tími til að vanda til verka, sem er mjög mikilvægt. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast hjá nýrri ríkisstjórn en það hefur komið fram að búið var að gera ráð fyrir sölunni í fjárlögum,“ segir Jón Guðni.

Salan sé mikilvæg

Spurður hvort hann sé vongóður um að sama hver niðurstaða kosninganna verður gangi salan í gegn segir Jón Guðni að hann búist ekki við neinu öðru.

„Ég er bjartsýnn hvað það varðar, sérstaklega ef horft er á kannanir og hvað þær sýna. Flestir flokkar eru á því máli að salan sé skynsamleg og hægt að nýta þá fjármuni sem hún fær í innviðafjárfestingar og niðurgreiðslu ríkisskulda,“ segir Jón Guðni.

Hann segir mikilvægt fyrir ríkið að selja eftirstandandi eignarhlut í bankanum en hvort bankinn verði seldur eða ekki hafi lítil áhrif á bankann sjálfan.

„Hvort við séum að hluta í eigu ríkisins eða að engu leyti þá hefur þetta í sjálfu sér ekki áhrif á okkar störf. Við erum með óháða stjórn með mjög öflugu fólki innanborðs,“ segir Jón Guðni.

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka í Dagmálum sem sýnd eru …
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka í Dagmálum sem sýnd eru á mbl.is. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK