Nova hagnast um 563 milljónir króna

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjarskiptafyrirtækið Nova hagnaðist um 563 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkar um 16 milljónir króna frá fyrra ári. EBITDA tímabilsins nemur samtals 3.063 milljónum króna og EBITDA hlutfall tímabilsins er 31,2% og helst óbreytt milli ára. 

Heildartekjur fyrstu níu mánuði ársins námu vaxa um 1,5% milli ára og námu tæpum 9,8 milljörðum króna. Mest aukning var í tekjum frá fastneti en aukningin nam 13,3% en mestur samdráttur var í öðrum tekjum en þar var um 14,2% samdráttur. Fram kemur í ársreikningum að viðskiptavinum hafi fjölgað á árinu, bæði í Flakk- og Fastneti.

Hagnaður eykst um 20,9% frá fyrra ári

Hagnaður þriðja ársfjórðungs var 322 milljónir króna og hækkar um 20,9% frá fyrra ári. Heildartekjur voru 3.388 milljónir króna á fjórðungnum og vaxa um 4,1% á milli ára. Þjónustutekjur námu samtals 2.713 milljónir króna og vaxa um 8,5% á milli ára.

Úr afkomutilkynningu Nova.
Úr afkomutilkynningu Nova.

EBITDA nam 1.198 milljónir króna samanborið við 1.095 milljónir króna á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 35,4% á fjórðungnum samanborið við 33,7% á fyrra ári. Eiginfjárhlutfall var 40,3% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.566 milljónum króna.

Rekstur gekk vel í krefjandi umhverfi

Haft er eftir Margréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova, í tilkynningu til Kauphallarinnar að henni þyki ánægjulegt að kynna niðurstöður þriðja ársfjórðungs sem hafi verið yfir væntingum félagsins.

„Með áframhaldandi samstilltu átaki tekst Nova liðinu áfram að bregðast við þeim áskorunum sem eru í rekstrarumhverfinu og skila góðum rekstri. Heildartekjur jukust milli ára og hafði þar mest áhrif veruleg aukning þjónustutekna. EBITDA og hagnaður tímabilsins eru einnig að vaxa vel milli ára og reksturinn skilar góðu sjóðstreymi, þar sem handbært fé frá rekstri er það mesta á einum fjórðungi frá stofnun. Nýjungum og viðbótum við FyrirÞig vildarklúbbinn okkar var vel tekið og viðskiptavinum okkar fjölgaði. Reksturinn gengur vel í krefjandi umhverfi og er í takt við okkar áætlanir og spár fyrir árið," er haft eftir Margréti.

Hún nefnir enn fremur að Nova hafi haldið sínu striki í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum.

Öflugir innviðir eru einn okkar helstu styrkleika. Aukin afkastageta fjarskiptanetsins okkar hefur skilað því að tekjur af sérlausnum á fyrirtækjamarkaði fara vaxandi, enda styður áhersla okkar á innviðauppbyggingu vel við stórnotendur í gagnaflutningum," segir hún enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK