Afkoma óskráðra rekstrarfélaga í meirihlutaeigu SKEL er heilt yfir í takt við það sem var greint frá í hálfsársuppgjöri félagsins. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.
SKEL flokkar rekstrarfélögin í eignasafninu annars vegar sem félög á neytendamarkaði og hins vegar sem innviði og félög á fyrirtækjamarkaði.
Fyrirtækjamarkaður og innviðir
Neytendamarkaður
Afkomuna má sjá í töflunni hér:
Rekstur Styrkáss hefur gengið vel og var umfram áætlun á fjórðungnum. Innan samstæðu félagsins núna eru Skeljungur, Klettur og Stólpi. Rekstur Gallon ehf. er á áætlun. Seld var fasteign á Fálkavöllum að andvirði 143 milljónum króna sem hefur 105 milljóna króna áhrif á EBITDA félagsins á tímabilinu.
SKEL og sérhæfður fjárfestir eiga í viðræðum um viðskipti með 100% hlutafjár í Gallon. Fram kemur að nánar verði upplýst um framgang þessa máls eftir því sem tilefni er til.
Rekstur Orkunnar gengur vel og var umfram áætlun á fyrstu níu mánuðum ársins. Sala á raforku er í samræmi við áætlanir félagsins. Heimkaup opnaði lágvöruverðsverslunina Prís og hafa viðtökur verið góðar. Áskoranir hafa annars verið í rekstri annarra verslana sem hefur verið undir væntingum en gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða sem munu skila árangri á næstu mánuðum.
Hagnaður af skráðum hlutabréfum í eigu félagsins nam 1.069 milljónum króna á 3. fjórðungi ársins. Helstu skráðar hlutabréfastöður í lok fjórðungsins eru 2.747 milljónir króna í Skaga og 3.644 milljónir króna í Kaldalóni. Aðrar skráðar hlutabréfaeignir námu 1.674 milljónum króna í lok fjórðungsins. Lánsfjármögnun stóð í 4.236 milljónum króna í lok fjórðungs og reiðufé og ríkisskuldabréf voru 3.964 milljónir króna.
Kaup á síðari hluta íbúða við Stefnisvog, sem eru 50 talsins, munu ganga í gegn á fjórða ársfjórðungi. Fasteign í Litlatúni var seld í október. Söluverð var 460 milljónir króna og hefur verið að fullu greitt. Fasteignin var bókfærð á 370 milljónir króna.
Unnið hefur verið markvisst síðustu 18 mánuði að kortlagningu tækifæra á smásölumarkaði (e. retail) í Evrópu en SKEL hefur lýst því yfir að til framtíðar sé ætlunin að auka hlutfall erlendra eigna í eignasafni félagsins.
Fjárfesting SKEL í belgísku verslunarkeðjunni INNO var gerð í gegnum félagið Stork ehf. sem er 100% í eigu SKEL. Hlutverk Stork verður að halda utan um erlendar eignir SKEL með skýrt skilgreindum markmiðum og stjórn.
SKEL áætlar að opna fyrir fjárfestingu annarra í Stork ehf. til að efla félagið, ná fram eignadreifingu og nýta þau tækifæri sem það telur að séu til staðar.