Sífellt fleiri fyrirtæki leggja ríkari áherlslur á stafrænar lausnir spurður út í áherslur bankans á því sviði segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir í viðtali í viðskiptahluta Dagmála að bankinn hafi lengi vel lagt mikla áherslu á þann þátt starfseminnar.
„Um tuttugu prósent af okkar starfsmannafjölda starfar í hugbúnaðargerð. Við vinnum reglulega að nýjunum í appinu okkar og netbankanum. Við fjárfestum líka mikið í gögnum. Við þetta má bæta að hjá okkur starfar starfsmaður sem er gervigreind og við nefnum Sam,“ segir Jón Guðni.
Hann útskýrir að um er að ræða gervigreindartól sem starfsmenn geti rætt við hafi þeir einhverjar spurningar.
„Að sjálfsögðu er gervigreindin ekki fullkomin en hún er að verða betri og betri og það eru endalausir möguleikar varðandi hana,“ segir Jón Guðni.