Þróunin sé að snúast við

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir í viðtali í viðskiptahluta Dagmála segir að helsta ástæðan fyrir lægri þóknanatekjum bankans séu þungar aðstæður á mörkuðum. Lengi vel hafi verið lítil velta á verðbréfamörkuðum út af vaxtastiginu, og margir viðskiptavinir bankans hafi fært eignir sínar úr stýringu og yfir í innlán.

„Það hafði áhrif á þóknanatekjurnar en við teljum þetta vera að snúast við um þessar mundir þar sem vaxtalækkunarferlið er hafið. Við gerum ráð fyrir að meira líf færist í verðbréfamarkaðinn á næstunni,“ segir Jón Guðni.

Hugverkageirinn nálgast sjávarútveginn 

Hann kveðst vera heilt yfir ánægður með uppgjörið en einskiptisliðir höfðu mikil áhrif á fjórðunginn.

„Það eru tækifæri víða til dæmis í innviðafjárfestingum, hugverkageiranum og landeldi,“ segir Jón Guðni og bætir við að til marks um það megi nefna að hugverkageirinn sé að nálgast sjávarútveginn í útflutningsverðmætum en útflutningsverðmæti sjávarútvegsins eru í kringum 300 milljarðar.

Líkt og að hjóla niður brekku

Jón Guðni líkir aðstæðum á eignamörkuðum í lækkandi vaxtastigi við það að hjóla niður brekku.

„Það er yfirleitt þung tíð á mörkuðum þegar vextir eru háir. Ég er hins vegar mjög bjartsýnn á að betri tíð sé fram undan á mörkuðum,“ segir Jón Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka