Hreint fagnaði nýjum höfuðstöðvum

Magda Joanna Podemska, Elínborg Knútsdóttir, Ólína Halla Magnúsdóttir, Barbara Adamowska …
Magda Joanna Podemska, Elínborg Knútsdóttir, Ólína Halla Magnúsdóttir, Barbara Adamowska og Jón Sigurjónsson. mbl.is/Karítas

Ræstingafyrirtækið Hreint bauð viðskiptavinum og velunnurum í heimsókn í gær þann 7. nóvember til að fagna nýjum höfuðstöðvum í Vesturvör 11 í Kópavogi.

Um leið var tækifærið nýtt til að fagna 40 ára afmæli fyrirtækisins á síðasta ári.

Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint.
Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint. mbl.is/Karítas

Ari Þórðarson framkvæmdastjóri Hreint segir í samtali við mbl.is að nýju höfuðstöðvarnar séu sérhannaðar miðað við þarfir og rekstur ræstingafyrirtækis. Húsnæðið sé eins konar sýningargluggi um það hvernig best sé að skipuleggja húsnæði með tilliti til ræstinga og hvernig lágmarka megi kostnað við þær.

Nýju höfuðstöðvarnar eru í Vesturvör 11.
Nýju höfuðstöðvarnar eru í Vesturvör 11. mbl.is/Karítas

Í húsnæðinu er t.d. ræstingaþjarkur, kennslusvæði til ræstinga og splúnkunýr rafrænn lyklaskápur sem er mjög sjaldgæf sjón hér á landi að sögn Ara.

Veitingar voru með glæsilegasta móti.
Veitingar voru með glæsilegasta móti. mbl.is/Karítas

Hann segir að flutningur á starfsemi Hreint sé sá fyrsti frá stofnun fyrirtækisins ári 1983. „Við teljum að flutningurinn feli í sér mikilvægt skref til að stækka og styrkja starfsemi fyrirtækisins og þróun,“ segir Ari. „Við erum að hugsa þetta til lengri tíma og sjáum fyrir okkur að vera hér amk. heilan áratug eða lengur. Húsið er vel við vöxt. Flottur rammi fyrir félagið, vöxt þess og viðgang,“ segir Ari að lokum.

Halldór Jóhann Sigfússon handboltaþjálfari og sölumaður hjá Hreint og Þorgerður …
Halldór Jóhann Sigfússon handboltaþjálfari og sölumaður hjá Hreint og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og formaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas
Sigmar Guðmundsson og Jón Kr. Gíslason.
Sigmar Guðmundsson og Jón Kr. Gíslason. mbl.is/Karítas
Kristinn Már Reynisson, Benedikt Benediktsson og Ragnar Árnason.
Kristinn Már Reynisson, Benedikt Benediktsson og Ragnar Árnason. mbl.is/Karítas
Örn Bjarnason, Agnes Kragh Hansdóttir og Páll Skúlason.
Örn Bjarnason, Agnes Kragh Hansdóttir og Páll Skúlason. mbl.is/Karítas
Sigfríður Sigurðardóttir, Haukur Magnússon og Haukur Óskarsson.
Sigfríður Sigurðardóttir,  Haukur Magnússon og Haukur Óskarsson. mbl.is/Karítas
Tryggvi Hallvarðsson og Þuríður Vilhjálmsdóttir.
Tryggvi Hallvarðsson og Þuríður Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Karítas
Andrés Pétursson og Ríkharð Ottó Ríkharðsson.
Andrés Pétursson og Ríkharð Ottó Ríkharðsson. mbl.is/Karítas
Ari Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Ari Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Karítas
Elísabet Ágústsdóttir, Jenny Eriksson og Anna Wica.
Elísabet Ágústsdóttir, Jenny Eriksson og Anna Wica. mbl.is/Karítas
Sólrún Björk Guðmundsdóttir og Kristín Dögg Höskuldsdóttir.
Sólrún Björk Guðmundsdóttir og Kristín Dögg Höskuldsdóttir. mbl.is/Karítas
Rúnar Ágúst Svavarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Hreint og Sigurbjörn Valdimarsson.
Rúnar Ágúst Svavarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Hreint og Sigurbjörn Valdimarsson. mbl.is/Karítas
Stefán Franklín, Hannes Guðmundsson, Björn Sveinsson og Alda.
Stefán Franklín, Hannes Guðmundsson, Björn Sveinsson og Alda. mbl.is/Karítas
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK