Sigurður nýr framkvæmdastjóri Georg

Sigurður H. Markússon verður nýr framkvæmdastjóri Georg jarðhitaklasans.
Sigurður H. Markússon verður nýr framkvæmdastjóri Georg jarðhitaklasans.

Sigurður H. Markússon hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Georg jarðhitaklasans. Tekur hann við af Hjalta Páli Ingólfssyni, sem hefur stýrt klasanum síðustu 15 ár, eða frá stofnun hans árið 2009.

Vettvangur óháðs samstarfs í jarðhitageiranum

Georg er vettvangur til óháðs samstarfs innan jarðhitageirans og er ætlað að stuðla að náinni samvinnu háskóla, iðnaðar og opinberra aðila, bæði á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi.

Í tilkynningu frá jarðhitaklasanum kemur fram að frá upphafi hafi Georg átt þátt í að tryggja yfir 17 milljarða í alþjóðlegum styrkjum og stuðningi við samstarfsverkefni með íslenskri þátttöku og þannig náð að efla nýsköpun og framþróun í jarðhitageiranum.

Sigurður hefur áður starfað sem verkefnastjóri á jarðvarmadeild Landsvirkjunar, verið formaður Jarðhitafélags Íslands og framkvæmdastjóri þróunar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sæbýli.

Hjalti Páll Ingólfsson hefur leitt jarðhitaklasann frá stofnun árið 2009.
Hjalti Páll Ingólfsson hefur leitt jarðhitaklasann frá stofnun árið 2009.

Vill eyða goðsögn um köld svæði

„Það eru gríðarlega stór tækifæri framundan meðal annars í djúpborun, aukinni matvælaframleiðslu og orðið tímabært að eyða goðsögninni um köld svæði. En til að ná árangri þurfum við að leggja ríka áherslu á nýsköpun og samstarf ólíkra aðila, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi og halda áfram að draga til landsins stóra styrki í slík verkefni,” er haft eftir Sigurðir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK