Staðfestir að við erum á réttri leið

Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur …
Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur Aronsson, Margrét Finnbogadóttir, Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Margrét Mist Tindsdóttir, Mariane Sól Úlfarsdóttir og Lína Viðarsdóttir.

Smáforritið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu á dögunum hin alþjóðlegu Red Dot-hönnunarverðlaun í flokknum Brands & Communication Design. Red Dot-verðlaunin eru að sögn Ástu Kristjánsdóttur, stofnanda og eiganda Regns, ein þau virtustu á sviði hönnunar.

Alls bárust dómnefndinni innsendingar frá 57 löndum. Fulltrúar Regns og Kolibri voru viðstaddir þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.

Úr sófanum heima

Regn er app sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið, Regn, er, eins og Ásta útskýrir í samtali við Morgunblaðið, tilvísun í náttúruna og hringrásina. „Vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Appið byggist á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“

Regn er app sem býður notendum að kaupa og selja …
Regn er app sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima.

Ásta segir að markmiðið hafi frá upphafi verið að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg. „Hönnun og notendaupplifun léku lykilhlutverk. Því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni og einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum,“ segir Ásta.

Hún segir, spurð um þýðingu verðlaunanna, að þau séu gæðastimpill á appið og mikil viðurkenning á störfum Kolibri. „Við erum gríðarlega stolt af þessu. Verðlaunin staðfesta að við erum á réttri leið. Þau eru okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut.“

Auk þess að fagna Red Dot-verðlaununum með Kolibri hefur Regn staðið fyrir margvíslegum viðburðum undanfarið. „Við höfum m.a. tvisvar stigið fæti inn í raunheima þegar við héldum svokallaðan pop-up-viðburð á Hafnartorgi. Þá gátu notendur komið á staðinn og selt fötin sín í gegnum appið, sem var mjög skemmtilegt og vinsælt.“

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.

Hamslaus neysla

Þann 13. nóvember nk. hyggst Regn efna til samstarfs með útivistarmerkinu 66°Norður í verslun 66°Norður á Laugaveginum. „Þetta verður í annað sinn sem við vinnum með 66°Norður. Á þessum tíma árs er neyslan allsráðandi og Svartur föstudagur og aðrir svipaðir verslunardagar hvetja fólk til nánast hamslausrar neyslu,“ segir Ásta.

„Við tökum saman höndum og hvetjum fólk til að gefa hringrásarhagkerfinu gaum með því að kaupa sér elskaðar gæðaflíkur. Við munum vekja athygli á notuðum 66°Norður-vörum í appinu sem eru yfir 300 talsins, og bjóðum hluta þeirra til sölu í verslun 66°Norður,“ segir Ásta að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK