Skatturinn hefur gefið út leiðbeiningar um skattskyldu starfsemi hlaðvarpa. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar.
Fram kemur að hlaðvörp njóti mikilla vinsælda og með aukinni hlustun aukist tekjumöguleikar rekstraraðila þeirra.
Fyrir vikið áréttar Skatturinn að tekjur af hlaðvarpi séu skattskyldar og að þær beri að telja fram.
Þá er minnt á að þegar um atvinnurekstur er að ræða og veltan er yfir tvær milljónir á 12 mánaða tímabili sé starfsemin jafnframt virðisaukaskattsskyld.
Sérstaklega er tekið fram að ekki verði annað séð en að öll vöru- og þjónustusala rekstraraðila hlaðvarpa falli undir hið almenna skatthlutfall og beri þar af leiðandi 24% virðisaukaskatt.
Í tilkynningunni er rakið hvað teljist til tekna. Algengt sé að hlaðvörp séu notuð sem auglýsingamiðill, til að mynda þegar rekstraraðilar hlaðvarpa eiga í samstarfi við fyrirtæki sem felst í að auglýsa vöru eða þjónustu viðkomandi fyrirtækis í hlaðvarpinu gegn ákveðnu gjaldi.
Dæmi um skattskyldar tekjur hlaðvarpa:
Loks er áréttað að enginn munur sé á skattskyldu eftir formi greiðslunnar. Greiðsla í formi vöru, þjónustu eða vildarkjara sé jafn skattskyld og þegar greitt er í peningum.