Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma

Dr. Bjarni Pálsson.
Dr. Bjarni Pálsson. Ljósmynd/Aðsend

Landsvirkjun hefur ráðið Dr. Bjarna Pálsson í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Bjarni hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af orkumálum, stefnumótun og stjórnun og hefur starfað innan orkugeirans í nær þrjá áratugi, þar af tæplega 15 ár sem stjórnandi hjá Landsvirkjun.

Bjarni var forstöðumaður Þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun og bar þar ábyrgð á stefnumótun, áætlanagerð og framkvæmd stórra verkefna, m.a. stækkun Þeistareykjavirkjunar.

Í fararbroddi innleiðingar vindorku

Hann hefur einnig verið í fararbroddi við innleiðingu vindorku sem þriðju stoðar Landsvirkjunar, ásamt því að stýra fjölda nýsköpunar- og þróunarverkefna á sviði endurnýjanlegrar orku.

Bjarni býr að grunngráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í olíuverkfræði frá Heriot-Watt háskóla og doktorspróf í olíuverkfræði frá sama skóla.

Hefur hann sömuleiðis víðtæka reynslu af stjórnarsetu, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi og er nýkjörinn forseti Alþjóða jarðhitasamtakanna (IGA) 2024-2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK