Blackbox Pizzeria lokað

Viðskiptavinir hafa komið að lokuðum dyrum hjá Blackbox undanfarna daga.
Viðskiptavinir hafa komið að lokuðum dyrum hjá Blackbox undanfarna daga. mbl.is/Eyþór

Pítsuveitingastaðurinn Blackbox í Borgartúni hefur verið lokaður undanfarna daga og samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans stefnir rekstur staðarins í þrot.

Lokunin virðist hafa verið nokkuð fyrirvaralaus en viðskiptavinir sem þar hafa átt bókað hafa komið að læstum dyrum.

Forráðamenn félagsins segjast munu tjá sig um lokunina eftir helgi og að ekki sé orðið ljóst hvort lokin sé tímabundin eða varanleg. 

Félagið tapaði ríflega 17 milljónum á síðasta ári en árið 2022 nam hagnaður þess tæpum 12 milljónum.

Samkvæmt ársreikningi síðasta árs var Blackbox Pizzeria ehf. 90% í eigu LAB 11 ehf. og 10% í eigu Ysland ehf.

Eigandi LAB 11 er Karl Viggó Vigfússon og eigandi Ysland er Jón Gunnar Geirdal Ægisson.

mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK