Allir starfsmenn Sýnar fá kauprétt

Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar.
Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar.

Fjarskipta – og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur gert kaupréttarsamninga við alla fastráðna starfsmenn sína og félaga í sömu samstæðu, samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallar.
Markmið áætlunarinnar er samkvæmt tilkynningunni að tengja hagsmuni starfsfólks við afkomu og langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess.

Einnig kemur fram að kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnist í tveimur áföngum á tveimur árum frá gerð kaupréttarsamnings. Kaupverð hluta er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 22. nóvember 2024, eða kr. 30.62 hver hlutur.

Kostnaður 61,1 m.kr.

Í tilkynningunni segir að alls hafi 325 starfsmenn samstæðunnar tekið þátt sem samsvarar allt að 5.306.989 hlutum á ári, eða 10.613.978 hlutum fyrir bæði árin, miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna þessara kaupréttarsamninga er að fjárhæð 61.1 m.kr

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK