Bosch þarf að stíga fast á bremsuna

Bosch framleiðir alls kyns vörur og er risi á ökutækjamarkaði.
Bosch framleiðir alls kyns vörur og er risi á ökutækjamarkaði. AFP/Jens Schlueter

Þýska fyrirtækið Bosch, stærsti bílaíhlutaframleiðandi heims, tilkynnti á laugardag að félagið þyrfti að fækka vinnustundum og lækka laun um það bil 10.000 starfsmanna sinna í Þýskalandi. Bætast þessar niðurskurðaraðgerðir við þá ákvörðun Bosch á föstudag að segja upp 5.550 manns, þar af 3.800 sem starfa í Þýskalandi.

Að sögn Reuters mun vinnutími starfsmanna sem í dag vinna 38 til 40 stunda vinnuviku minnka niður í 35 stundir.

Segja stjórnendur Bosch að nauðsynlegt sé að ráðast í miklar breytingar á rekstrinum og draga úr kostnaði til að bregðast við krefjandi aðstæðum á mörkuðum og gera fyrirtækið samkeppnishæfara.

Líkt og Morgunblaðið hefur áður fjallað um eiga þýskir bílaframleiðendur undir högg að sækja um þessar mundir og ákvað t.d. Volkswagen nýlega að loka verksmiðjum og segja upp fjölda fólks í Þýskalandi m.a. vegna þess að frammistaða félagsins á rafbílamarkaði hefur ekki verið eins og að var stefnt. ai@mbl.is

Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 25. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK