Skuldastaða Alvotech heilbrigð

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Eggert Jóhannesson

Heildarskuldir lyfjafyrirtækisins Alvotech nema um 1.028 milljónum bandaríkjadala.

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að skuldsetning félagsins sé heilbrigð og það muni taka félagið tiltölulega skamman tíma að greiða skuldir niður. Fyrirtækið skilaði jákvæðri EBITDA í fyrsta sinn í ár.

„Frá upphafi höfum við fjárfest fyrir um 1,9 milljarða dollara í félaginu þannig að ef við tökum mið af því og tölunum í uppgjörinu þá er um mjög heilbrigða skuldsetningu að ræða sem mun taka skamman tíma fyrir okkur að vinda ofan af með auknum tekjum og hagnaði,“ segir Róbert.

Heildartekjur Alvotech á fyrstu níu mánuðum ársins jukust um 300 milljónir dala frá sama tímabili árið 2023, í 339 milljónir dala, þar af voru tekjur 103 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi.

Markaðssetning skilað árangri

Spurður hvað skýri tekjuvöxtinn segir Róbert það helst vera að markaðssetning inn á Bandaríkjamarkað hafi skilað árangri en félagið setti nýlega á markað hliðstæðu við gigtarlyfið Humira í Bandaríkjunum, en hliðstæðan var áður komin á markað í um 25 löndum í Evrópu, Kanada, Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Þá hefur félagið markaðssett aðra hliðstæðu við Stelara, sem er lyf við gigt, psoriasis og meltingarsjúkdómum í Japan, Kanada og Evrópusambandinu.

Félagið sé að jafnt og þétt að koma sér fyrir á helstu lyfjamörkuðum í heiminum og það er nú þegar með leyfi til markaðssetningar í um 50 löndum. Þá fékk félagið í vor markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Stelara í Bandaríkjunum og hyggst félagið setja lyfið á markað þar í febrúar á næsta ári í samstarfi við Teva.

Þá hafa leyfistekjur verið að skila sér vel og afar vel hefur gengið í þróunarstarfi fyrirtæksins. Alvotech sendi í sumar og haust til umsagnar umsóknir um markaðsleyfi fyrir þrjú ný lyf til viðbótar við þau tvö sem nú þegar eru á markaði.

„Það eru helst þessi atriði sem skýra tekjuvöxtinn og þann árangur sem við erum að sjá í dag. Fram til ársins 2022 var félagið þróunarfélag en er nú farið að skila tekjum,“ segir Róbert.

Viðtalið má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka