Two Birds verður Aurbjörg

Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar. Ljósmynd/Aðsend

Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf.

Nafnabreytingin er liður í því að einfalda rekstur og þjónustu Aurbjargar, með sérstakri áherslu á vöruframboð og þægilegra aðgengi upplýsinga fyrir notendur, að því er segir í tilkynningu. 

Lánskjaravakt fyrir fasteignalán

Aurbjörg býður upp ýmsar þjónustur þar á meðal húsnæðislánareiknivél, stjórnborð með yfirliti fjármála, fasteignaverðmat frá Creditinfo og heildstæðan samanburð á helstu fjármálaafurðum fyrir heimili.

Eitt af nýjustu verkfærum Aurbjargar er lánskjaravaktin, sem gerir einstaklingum og fjölskyldum með íslensk fasteignalán kleift að bera saman núverandi lánakjör við alla aðra lánakosti á markaði.

Fyrr á árinu seldi Two Birds fasteignaverðmat sitt til Creditinfo á Íslandi, í þeirri viðleitni að styrkja rekstur Aurbjargar og bæta þjónustu fyrirtækisins við notendur, segir enn fremur í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka