Emirates vængstýft vegna tafa

Tafir Emirates er ósátt við tafir á afhendingu á flugvélum …
Tafir Emirates er ósátt við tafir á afhendingu á flugvélum frá Boeing. AFP/Patrick T. Fallon

Emirates Airlines frá Dubai lýsti í gær yfir vonbrigðum vegna tafa á afhendingu nýrra flugvéla og sagði Tim Clark forseti félagsins að Emirates ætti að vera búið að fá afhentar 85 Boeing 777-9X-breiðþotur.

Að sögn Reuters-fréttaveitunnar hefur bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing ekki getað uppfyllt loforð um fjölda breiðþotna til Emirates.

„Við erum útrásarvíkingar eins og allir vita og við erum orðnir vængstýfðir,“ sagði Tim Clark við fjölmiðla þegar Emirates tók á móti fyrstu Airbus A350-breiðþotunni.

Emirates, sem er stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, hefur í auknum mæli lýst yfir vanþóknun sinni á töfum og óvissu sem hefur einkennt afhendingu 777-9X-þotnanna. Einkum eru tafirnar raktar til verkfallsaðgerða starfsmanna í verksmiðjum Boeing.

Spurður hvort einhver áform væru um að endurskoða pantanir í ljósi tafanna sagði Clark að félagið myndi bíða og sjá með þróun mála hjá Boeing.

Búist er við að 777-9X-þoturnar verði afhentar í fyrsta lagi 2026.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka