Bakslag geti orðið í hjöðnun verðbólgu

Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans og Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá Arion greiningu voru gestir í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.

Spurð hvort þau telji að bakslag geti komið í hjöðnun verðbólgunnar vegna óvissu í ríkisfjármálum og á vinnumarkaði segir Una að það geti vel gerst.

„Við vitum að það mun líklega koma bakslag þar sem hjöðnun verðbólgunnar hefur að hluta til verið vegna einskiptisliða,“ segir Una og vísar þar í gjaldfrjálsar skólamáltíðir og lækkun háskólagjalda.

„Það er líka hætta á launaskriði og afturvirku launahækkanirnar gætu haft áhrif. Þótt það sé ekki óvissa í ríkisfjármálum til skamms tíma þá á eftir að koma í ljós hvaða stefnu ný ríkisstjórn hefur í efnahagsmálum,“ segir Una.

Seðlabankastjóri sagði á fundi peningastefnunefndar í síðustu viku að einkaneyslan væri sá þáttur sem þyrfti hvað helst að hafa áhyggjur af.

Kári og Una eru sammála um að sá þáttur hafi valdið heilabrotum. Hætta er á að uppsafnaður sparnaður heimilanna geti leitað út í einkaneysluna.

„Erlend kortavelta hefur rokið upp úr öllu valdi og er það helst vegna netverslana en við höfum verið að neyta minna af varanlegum neysluvörum á borð við bíla,“ segir Kári.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK