Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum

Bónusverslanirnar eru hluti af Högum, líkt og Hagkaupsbúðirnar
Bónusverslanirnar eru hluti af Högum, líkt og Hagkaupsbúðirnar mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf., sem er sjálfstætt félag sem áður hélt utan um fjárfestingar sem voru í eigu Samherja hf., hefur keypt 4 milljónir hluta í Högum hf. 

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Með kaupunum á félagið nú 90 milljónir hluta, eða sem nemur 8,13% í félaginu. Kaldbakur er eftir sem áður fimmti stærsti hluthafinn í Högum og stærsti einkafjárfestirinn, en fjórir lífeyrissjóðir eiga stærri hlut í félaginu.

Tilkynningarskylda er um kaupin þar sem Eiríkur S. Jóhannsson er bæði stjórnarformaður í Högum og forstjóri Kaldbaks.

Hagar er móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, Olís, Eldum Rétt, Aðfanga, Banana, Stórkaupa og Zöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK