Hagstofan og gervigreindin

Gervigreind Mannauðurinn tekur endanlegar ákvarðanir.
Gervigreind Mannauðurinn tekur endanlegar ákvarðanir. AFP/Kirill Kudryavtsev

Hagstofa Íslands kynnti í gær að stefnt væri að því að nýta gervigreind til að hámarka skilvirkni, gæði og áreiðanleika í gagnaöflun, vinnslu og miðlun hagtalna.

Hagstofan gengur svo langt að telja gervigreindina geta verið hluta af menningu stofnunarinnar.

Stefnan nær einnig til djúptauganeta og mállíkana sem leysa flóknari verkefni, kemur fram í tilkynningu.

Að mati stofnunarinnar er helsti ávinningur af innleiðingu gervigreindar einkum falinn í aukinni skilvirkni í hagskýrslugerð, aukinni hæfni starfsfólks og bættri þjónustu út á við. Gervigreind verður nýtt til að bæta úrvinnslu gagna og tímanleika í útgáfu hagtalna auk þess sem hún mun styðja við nýsköpun í greiningu gagna.

Ítrekað er þó að endanlegar ákvarðanir muni alltaf liggja hjá mannauði stofnunarinnar.

Þegar stefnan hefur verið samþykkt áætlar Hagstofan að næsta skref sé að gera framkvæmdaáætlun þar sem gerð verður grein fyrir aðgerðum og tímasetningu ásamt hindrunum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK