Fóður stærsti kostnaðarliðurinn

Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur
Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fóðurkostnaðurinn sé langsamlega stærsti kostnaðarliður starfseminnar en sá liður nær hátt í 50% af heildarkostnað­inum. Róbert er í miðopnuviðtali ViðskiptaMoggans þessa vikuna. 

„Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær fóðurframleiðslan komi hingað til lands en til að svo megi verða þarf aukna framleiðslu, en í dag er leyfilegt að framleiða um 100 þúsund tonn.“

Hann bætir við að helstu áskoranir séu að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en að umhverfið sé með starfseminni, laxinn vaxi vel og eftirspurn eftir laxi hafi aukist gríðarlega á síðustu árum.

„Það sem við fáum með meira magni er jafnari slátrun yfir árið og við náum þannig að auka nýtingu á okkar afköstum,“ segir hann.

Róbert segir að fyrirtækið selji nánast allar sínar afurðir úr landi en einungis innan við 1% er selt á innlenda markaðinum. Helstu markaðir Kaldvíkur eru í Evrópu og Bandaríkjunum.

„Það eru fáir Íslendingar sem hafa smakkað fiskinn okkar. Stærsti viðskiptavinur okkar í Bandaríkjunum er Whole Foods. Á þessu ári seljum við um 70% af afurðum okkar til Evrópu og 30% til Ameríku,“ segir Róbert.

Guðmundur Gíslason, fyrrverandi forstjóri félagsins, vinnur um þessar mundir að því að byggja upp söludeild fyrir félagið og finna nýja markaði fyrir afurðirnar.

„Við horfum hýru auga til Asíumarkaðarins. Við sjáum mikil tækifæri þar,“ segir Róbert.

Viðtalið í heild sinni birtist í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK