Hawk Infinity kaupir meirihluta í Reglu

Ljósmynd/Aðsend

Norska fjárfestingafélagið Hawk Infinity fjárfestir í Reglu og verður aðaleigandi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Regla var stofnað árið 2008 af hjónunum Kjartani Ólafssyni og Önnu Guðmundsdóttur.

Regla hefur á undanförnum árið vaxið jafnt og þétt og er með sterka stöðu á sviði hugbúnaðarlausna fyrir bókhald lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hjá Reglu vinna 25 starfsmenn og er Regla með almennar lausnir fyrir fyrirtæki óháð atvinnugreinum og mörkuðum. Kjartan verður áfram framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins.

Hawk Infinity AS er norskt fjárfestingarfélag sem fjárfestir í sterkum hugbúnaðar fyrirtækjum og eru með sterkan heimamarkað. Markmið Hawk er að fjárfesta í félögum til lengri tíma og að félög í eigu Hawk verði hluti af sterku safni félaga í eigu Hawk Infinity.

Centra fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi Hawk Infinity og Arev verðbréfafyrirtæki var ráðgjafi seljanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK