Erlend netverslun vinsæl

Vörukaup landsmanna frá Eistlandi hafa aukist mjög vegna tilkomu kínverskrar …
Vörukaup landsmanna frá Eistlandi hafa aukist mjög vegna tilkomu kínverskrar dreifingarmiðstöðvar þar í landi. Morgunblaðið/Eggert

Landsmenn keyptu af erlendum netverslunum fyrir fimm milljarða króna í liðnum októbermánuði, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að erlend netverslun á þessu ári fari í um 45 milljarða króna.

Klara Símonardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, sagði í samtali við mbl.is í byrjun vikunnar að aukningin milli ára væri mestöll tilkomin vegna gríðarlegrar aukningar á sendingum frá Eistlandi.

Verðmæti þeirra vara hafi numið 2,46 milljörðum króna í október, en á sama tíma í fyrra námu vörukaup landsmanna frá Eistlandi aðeins 5 til 6 milljónum.

Þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest hafa borist ábendingar um að tvær risastórar kínverskar netverslanir, Aliexpress og Temu, hafi sett upp dreifingarstöðvar í Eistlandi fyrr á þessu ári.

Vinsælasti vöruflokkurinn í erlendri netverslun í október var fataverslun fyrir 1,8 milljarða króna, sem er 60% aukning á milli ára.

Nanna Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Best Seller sem rekur m.a. fataverslanir undir merkjum Selected, Vero Moda og Jack&Jones, segir erlendar netverslanir mikla áskorun fyrir þær innlendu, enda gildi önnur markaðslögmál hér en í Kína.

„Erlendar netverslanir eru áskorun, þar sem við sjáum að verð á vörum í erlendum netverslunum er sambærilegt við innkaupaverð verslana á Íslandi. Það gefur augaleið að það er áskorun fyrir innlendar verslanir að vera komnar í samkeppni við fyrirtæki sem þurfa ekki að greiða íslenskan fasteigna-, húsa- og launakostnað,“ segir Nanna í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK