Hlutabréf í þremur stærstu einkareknu sjúkratryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna, UnitedHealth Group, Cigna og CVS Health, lækkuðu um 5% í síðustu viku vegna ótta fjárfesta um að stjórnvöld ætli að láta undan þrýstingi almennings um að breyta viðskiptamódeli þeirra.
Að sögn CNBC mun lækkunin vera rakin til mikillar gagnrýni á tryggingafélögin og starfshætti þeirra, eftir að framkvæmdastjóri UnitedHealth Group, Brian Thompson, var skotinn til bana í síðustu viku. Eins og kunnugt er var hin 26 ára gamli Luigi Mangione handtekinn grunaður um að hafa banað Thompson vegna stöðu hans hjá fyrirtækinu.
Félögin selja almenningi sjúkratryggingar, einnig annast lyfjafyrirtæki í þeirra eigu lyfjadreifingu til sjúklinga í gegnum svokallað PBM-lyfjakerfi. Þau eru sökuð um að maka krókinn með því að hækka óþarflega lyfjaverð innan þess kerfis.
Öldungadeild Bandaríkjaþings mun taka til meðferðar frumvarp sem skyldar tryggingafélögin til að slíta öll tengsl við lyfjafyrirtæki sín innan þriggja ára.