Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð) hefur að undanförnu fengið til sín nýtt starfsfólk, þau Andreu Louise Róbertsdóttur, Anton Inga Arnarsson, Guðrúni Marinósdóttur, Sindra Frey Eiðsson og Viktor Henttinen.
Fram kemur í tilkynningu Nasdaq að Andrea sé sérfræðingur í þjónustu og rekstri hjá Nasdaq. Hún er með B.Sc.-gráðu í hagfræði og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði hún hjá Deloitte á Íslandi.
Anton Ingi er viðskiptastjóri á viðskiptasviði Nasdaq, en áður hafði hann gengt stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun og þjónustu á sama sviði. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.
Guðrún er sérfræðingur á eftirlitssviði Nasdaq. Hún er með B.Sc.-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, áður hafði hún starfað við gagnagreiningu hjá Controlant.
Sindri Freyr er sérfræðingur hjá Nasdag verðbréfamiðstöð og mun einblína á samskipti og þjónustu við viðskiptavini. Hann er með B.Sc.-gráðu í lífefnafræði, MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og verðbréfaréttindi. Sindri hefur undanfarin 11 ár starfað hjá Landsbankanum, nú síðast sem fyrirtækjaráðgjafi á fyrirtækjasviði.
Viktor Henttinen er sérfræðingur í viðskiptaþróun og þjónustu á viðskiptasviði Nasdaq Iceland. Hann hefur lokið B.Sc.-gráðu í almennri hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc í hagfræði frá Háskólanum í Árósum (Aarhus BSS). Áður starfaði hann hjá golfbúðinni Golfskálanum.