Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í dag um 0,25 prósentustiga lækkun á stýrivöxtum og standa þeir nú í 2,5 prósentum.
Þetta er fimmta stýrivaxtalækkun sænska seðlabankans á árinu en flestir sérfræðingar höfðu spáð því að stýrivextirnir yrðu lækkaðir um 0,25 stig. Frá því í maí á þessu ári hafa stýrivextir verið lækkaðir úr 4% í 2,5%.
„Ef efnahags- og verðbólguhorfur ganga eftir gætu stýrivextir lækkað enn á fyrri hluta árs 2025,“ segir í tilkynningu sænska seðlabankans.
Þess má geta að stýrivextir á Íslandi eru 8,5%.