Evrukrísan en með öfugum formerkjum

AFP

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku, segir að staðan í efnahagslífinu á evrusvæðinu sé eins og í evrukrísunni en með öfugum formerkjum. Það er að segja að horfur í jaðarríkjum álfunnar, sem áttu erfitt uppdráttar fyrir áratug, séu nú með ágætum, á meðan kjarnaríkin eigi í erfiðleikum.

„Hagvöxtur hefur verið sterkur í ríkjum eins og Spáni, Grikklandi og Portúgal en mjög veikur í kjarnaríkjunum Þýskalandi og Frakklandi. Það hefur verið mótvindur í ríkjum sem reiða sig á iðnað vegna hækkunar orkuverðs og aukinnar samkeppni frá kínverskum framleiðendum. Pólitísk óvissa vegna stjórnarslita í Þýskalandi og þráteflis eftir þingkosningar í Frakklandi bætir gráu ofan á svart," segir Hafsteinn.

Hann bætir við að það sé ákveðin synd þar sem að mörgu leyti séu ágætar forsendur fyrir því að Evrópa gæti tekið við sér.

Vextir hafa lækkað og kaupmáttur tekið við sér og ætti það að vera stuðningur við hagvöxt. Ég óttast þó að pólitísk óvissa og erfiðleikar í ytra umhverfi álfunnar valdi því að hagvöxtur á evrusvæðinu verði áfram veikur á næsta ári. Það er líklegt að ef Trump hækkar tollamúra í Bandaríkjunum muni það koma sér sérstaklega illa fyrir evrópsku hagkerfin sem reiða sig á utanríkisverslun og útflutning,“ segir Hafsteinn.

Lesa má greinina í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka