Segja tölur um fjölda opinberra starfsmanna skakkar

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn Samtaka skattgreiðenda bendir til þess að ríkisstarfsmenn gætu verið um 50% fleiri en gefið hefur verið upp. Róbert Bragason, stjórnarmeðlimur hjá samtökunum, segir það skekkja þær tölur sem hafa verið birtar til þessa um fjölda starfsmanna hjá hinu opinbera að iðulega virðast verktakar og starfsfólk með tímabundinn ráðningarsamning undanskilið.

Róbert Bragason.
Róbert Bragason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísbendingar eru um að gerviverktaka sé útbreidd hjá hinu opinbera – stundum til að fara í kringum fyrirmæli um ráðningarbann – og þá vekur það spurningar hve margir opinberir starfsmenn með stjórnendatitla eru í hlutastarfi. „Það er einkennilegt ef einstaklingur sem stýrir sviði eða deild er kannski í 30% starfi, eða að tvær eða þrjár manneskjur í hlutastarfi stýra rekstrareiningu. Hver af þessum stjórnendum er það þá sem ber ábyrgð á deildinni?“ segir Róbert.

Gagnaöflunin hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig, að sögn Róberts: „Það virðist óskrifuð regla hjá hinu opinbera að ef leiðinlegt erindi berst frá einhverjum ótíndum borgara þá er það einfaldlega hundsað í fyrstu. Í öllum samskiptum okkar hefur setningin „erindið er ítrekað“ líklega verið sú sem við höfum þurft að nota mest.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK