SoftwareOne kaupir Crayon

Hugbúnaður Melissa Mulholland forstjóri Crayon Group segir að 70% tekna …
Hugbúnaður Melissa Mulholland forstjóri Crayon Group segir að 70% tekna sameinaðs félags tengist viðskiptum við hugbúnaðarrisann Microsoft. Morgunblaðið/Eggert

Svissneska tæknifyrirtækið SoftwareOne hefur ákveðið að festa kaup á norska tæknifyrirtækinu Crayon Group.

Crayon er í viðskiptunum metið á 1,4 milljarða bandaríkjadala, eða 195 milljarða íslenskra króna.

Kaupverðið verður greitt með blöndu af hlutabréfum í SoftwareOne og reiðufé.

Crayon er með þó nokkra starfsemi á Íslandi og er til húsa í Borgartúni.

Meginstarfsemi Crayon felst í skýjaþjónustu og að hjálpa viðskiptavinum að spara í upplýsingatækni.

Velta Crayon á Íslandi var 36,2 milljónir evra, eða 5,2 milljarðar, árið 2023 en hluti af fyrirtækinu er íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Sensa sem Crayon keypti af Símanum í desember 2020.

Í frétt Reuters, þar sem vitnað er í forstjóra Crayon Group, Mellissu Mulholland, segir að um 70% af tekjum SoftwareOne og Crayon Group séu tengd viðskiptum við hugbúnaðarrisann Microsoft.

SoftwareOne greiðir 15,23 dali fyrir hvern hlut í Crayon, sem er 36% hærra verð en skráð gengi félagsins var í kauphöllinni í Osló 11. desember síðastliðinn.

Hafa fallið um 60%

Hlutir í SoftwareOne, sem hafa fallið um 60% milli ára, hækkuðu um 10,75% við fréttirnar en gengi Crayon lækkaði um 5,3%.

Árstekjur sameinaðs félags verða 1,8 milljarðar dala, jafnvirði 250 milljarða króna. Sameinað félag verður með starfsemi í 70 löndum og starfsmenn verða þrettán þúsund.

SoftwareOne tjáir sig ekki um vænta framlegð sameinaðs félags en fjármálastjórinn, Rodolfo Savitsky, segir í frétt Reuters að SoftwareOne hafi verið búið að gera ráð fyrir 27% aðlagaðri EBITDA-framlegð 2026.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK