Kínverjum sem heimsækja Ísland hefur fjölgað jafnt og þétt og náði fjöldinn hámarki árið 2019 en hefur hins vegar ekki náð sér á strik eftir covid-faraldurinn.
Jóhannes segir að bókunarstaðan á gististöðum næstu mánuði sé heldur verri en á sama tíma í fyrra.
„Það verður áhugavert að sjá hvort sú þróun heldur áfram að gistirýmin fyllist með skömmum fyrirvara,“ segir Jóhannes.
Spurður út í horfurnar í ferðaþjónustunni fyrir næsta ár segir Jóhannes að samtökin geri ekki ráð fyrir vexti í greininni á næsta ári.
„Við gerum ráð fyrir svipuðum fjölda og svipuðum gjaldeyristekjum. Ég tel að næsta ár muni bæði fela í sér tækifæri og áskoranir,“ segir Jóhannes.
Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaði gærdagsins.