Í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna var meðal annars rætt um umræðuna á Íslandi og hvort hún sé ósanngjörn gagnvart bankarekstri. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og gestur þáttarins segir að sér þyki öllum atvinnugreinum hollt að hafa gott aðhald.
„Mér þykir umræðan stundum byggjast á röngum upplýsingum og uppýsingaóreiðu. Það er mögulega við okkur bankana að sakast að hafa ekki stigið fram og leiðrétt þær rangfærslur og komið fram með staðreyndir málsins. Við ætlum að standa okkur betur í því,“ segir Benedikt.
Hann nefnir að dæmi um uppýsingaóreiðu sé umræðan um hagnað bankanna.
„Því hefur lengi verið haldið fram að starfsemi bankanna sé rekin með ofurhagnaði og mjög hárri arðsemi. Það var kafað ofan í þetta í ágætri skýrslu Gunnars Haraldssonar sem kynnt var á dögunum. Þar kemur í ljós að arðsemin er lægri en annars staðar á Norðurlöndum og umtalsvert lægri ef hún er borin saman við stýrivexti í hverju landi,“ segir Benedikt.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: