Stýrivextir í Tyrklandi lækkaðir í 47,5 prósent

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Seðlabanki Tyrklands lækkaði í dag stýrivexti sína og er það í fyrsta lækkunin þar í landi í næstum tvö ár.

Peningastefnunefnd bankans ákvað að lækka stýrivextina úr 50 prósentum í 47,5 prósent. Tyrkir hafa glímt við mikla verðbólgu en í yfirlýsingu frá bankanum segir að það horfi til betri vegar hvað varðar verðbólguvæntingar.

Árleg verðbólga í Tyrklandi dróst saman sjötta mánuðinn í röð í nóvember og er nú 47,1 prósent og gerir bankinn ráð fyrir að hún verði komin niður í 44 prósent fyrir lok árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK