Lyf og heilsa í umbreytingarferli

Rekstur Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks.
Rekstur Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks. Morgunblaðið/Hallur Már

Á Þorláksmessu var tilkynnt að Alfa framtak hefði keypt ráðandi hlut í Lyfjum og heilsu. Það eina sem út af stæði væri samþykki Samkeppniseftirtlitsins.

Samkvæmt tilkynningu kaupir AF2, sjóður í rekstri Alfa framtaks, ráðandi hlut í LHH25 ehf. Um er að ræða nýtt félag sem mun eiga 100% í Lyfjum og heilsu.

Félagið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremi, áburði og olíu.

Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.

Samkvæmt tilkynningunni kemur jafnframt fram að Alfa framtak hafi langa reynslu af fjárfestingum, að styðja við vöxt og leiða umbreytingar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka