Knútur Rafn Ármann, sem á og rekur Friðheima ásamt eiginkonu sinni Helenu Hermundardóttur, segir í samtali við Morgunblaðið að árið í ár hjá Friðheimum verði það tekjuhæsta til þessa, bæði hvað garðyrkjuna og ferðaþjónustuna varðar.
„Við erum að auka veltuna um þrjú hundruð milljónir króna á milli ára, upp í 1,6 milljarða. Gestafjöldinn hefur aukist mikið en hann stefnir í 300 þúsund fyrir árið í heild.“
Knútur segir að vinsældir vínstofunnar nýju eigi þar drjúgan hlut að máli. Um níutíu manns starfa hjá Friðheimum eftir kaupin á Jarðarberjalandi.
„Ég er sérstaklega ánægður með hve vel gekk á árinu því í byrjun 2024 var maður ekki viss um þróun ferðamennskunnar í landinu. Hún hefur sem betur fer tekið við sér eftir því sem liðið hefur á árið,“ segir Knútur að lokum.
Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær.