Aldinn leiðtogi Suzuki fallinn frá

Leiðtogi Osamu Suzuki lést 94 ára að aldri 25. desember …
Leiðtogi Osamu Suzuki lést 94 ára að aldri 25. desember síðastliðinn. AFP/Toru Yamanaka

Osamu Suzuki, leiðtogi Suzuki-bílaframleiðandans, lést á dögunum 94 ára að aldri.

Samkvæmt frétt The New York Times kvæntist meistari Osamu inn í Suzuki-fjölskylduna og tók eftirnafn konu sinnar.

Osamu leiddi fyrirtækið í yfir 40 ár og á þeim tíma breytti hann japanska framleiðandanum í alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur einkum áherslu á sölu smærri bifreiða og mótorhjóla. Í dag veltir fyrirtækið meira en 30 milljörðum dala á ári og hefur sérstaklega sterka stöðu á mörkuðum eins og Indlandi, sem stendur fyrir um 40% af sölu félagsins.

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, lýsti því yfir þegar hann sendi samúðarkveðjur vegna andlátsins að Osamu hefði verið einn þeirra sem hvað mest áhrif hefðu haft á bílaiðnað Indlands. Það var árið 1981 sem Suzuki stofnaði félag í landinu í samvinnu við indverska ríkið. Á tíma þegar fáir höfðu einhverja trú á landinu fyrir slíkan iðnað.

Sonur Osamu og konu hans er núverandi forstjóri félagsins, Toshihiro Suzuki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK