Olíuríkið vill rafmagnsbíla

Rafmagnsbílar ID Buzz, nýja rafmagnsrúgbrauðið frá Volkswagen, bíður í röðum …
Rafmagnsbílar ID Buzz, nýja rafmagnsrúgbrauðið frá Volkswagen, bíður í röðum eftir kaupendum. Erfiðleikar hafa einkennt framleiðslu félagsins. AFP/Ronny Hartmann

Samkvæmt frétt Reuters og gögnum frá samgöngustofu Noregs voru 9 af hverjum 10 bifreiðum seldum í Noregi á síðasta ári rafmagnsbílar.

Yfirlýst markmið Noregs er að allir nýskráðir fólksbílar verði rafbílar og stefnt er að því að þetta náist á árinu. Enn hefur þetta ekki gengið fyrir sem dæmi bílaleigur þar sem ferðamenn leggja ekki enn í slíka vegferð.

Sölutölur Noregs sýna aukningu frá árinu 2024 þegar um 82,4% af seldum bílum voru rafmagnsbílar. Nú er þetta um 90%. Heildarfjöldi rafmagnsbíla í Noregi nemur hins vegar enn einungis um 28,6% af bílaflota landsins og því langt í land að breyta allri samsetningunni.

Mest var selt af Teslu, Volkswagen og Toyota. Kínverskir bílaframleiðendur námu um 10% sölunnar.

Í ljósi þessa er áhugavert að líta til þess að Noregur er stór framleiðandi olíu og byggir velsæld sína að miklu leyti á þeirri framleiðslu. Er þar í 13. sæti stærstu framleiðenda og miklar fjárfestingar hafa verið í greininni á síðasta ári og því alls ekki verið að leggja árar í bát þó yfirlýst markmið séu skýr varðandi bílaflota landsins.

Í gögnum frá Noregi er samantekt yfir önnur lönd þar sem fram kemur að rafmagnsbílar hafi numið um 25% af sölu á Íslandi síðasta ár og er Ísland í 10. sæti er kemur að slíkri hlutdeild. Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í fyrstu 3 sætunum en athygli vekur að Kína sem oft fær skömm í hattinn fyrir að vera óumhverfisvæn þjðoð er í 8. sæti með um 27,4% sölunnar sem rafmagnsbíla.

Haft er eftir samgönguráðherra Noregs í frétt Reuters að árangur Noregs varðandi rafvæðingu bílaflotans megi einkum rekja til hvatakerfis og þess sem kannski fleiri lönd mættu tileinka sér, stöðugleika í reglusetningu hvort sem þegnum landsins líki betur eða verr stefnan.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK