Sameinað JBT Marel mætt í Kauphöllina

Brian Deck, forstjóri JBT Marel.
Brian Deck, forstjóri JBT Marel.

Samkvæmt tilkynningu hófust viðskipti með hlutabréf sameinaðs félags JBT Marels í Kauphöllinni í gær. Höfuðstöðvar félagsins eru í Chicago í Bandaríkjunum en evrópskar höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi, ásamt tækniþróunarsetri.

Í tilefni skráningarinnar er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq á Íslandi, að Marel hafi verið flaggskip Kauphallarinnar síðan 1992 og hann sé sérstaklega ánægður með að sameinað félag verði skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn.

Haft er eftir Brian Deck, forstjóra sameinaðs félags, að hann vilji varðveita arfleifð Marels og starfsemina á Íslandi. Með skráningunni sé samfella tryggð fyrir hluthafa.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK