United Airlines tengist Musk

Gervihnettir Musk og Trump fylgjast saman með geimskoti SpaceX.
Gervihnettir Musk og Trump fylgjast saman með geimskoti SpaceX. AFP/Brandon Bell

Samkvæmt frétt Reuters mun bandaríska flugfélagið United Airlines nota Starlink fyrir nettengingu í vélum félagsins.

Stefnan er að allar vélar félagsins í verkefnum innan Bandaríkjanna verði komnar með tenginguna fyrir árslok 2025. Lengri tíma markmið er að allar vélar félagsins, eða rétt um 1.000 talsins, verði með tenginguna.

Greitt verður fyrir notkun, nema fyrir vildarviðskiptavini félagsins. Áður ætlaði félagið að hafa þjónustuna opna fyrir alla.

Starlink, sem er innan SpaceX-félagsins, er í eigu Elons Musks og býður nettengingu um heim allan í gegnum net gervihnatta. Athygli vekur að núverandi fjöldi gervihnatta félagsins á flugi um geiminn er um 7.000. Markmið félagsins er að vera með yfir 42.000 hnetti um heim allan. Líftími hvers hnattar er einungis 5 ár.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK