Vöruviðskipti óhagstæð um 46,7 milljarða

Vöruviðskiptajöfnuður í desember var óhagstæður um 18,6 milljarða á milli …
Vöruviðskiptajöfnuður í desember var óhagstæður um 18,6 milljarða á milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Vöruviðskipti voru óhagstæð um 46,7 milljarða króna í nýliðnum desembermánuði, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar.

Fluttar voru út vörur fyrir 86,6 milljarða króna fob í desember 2024 og inn fyrir 133,2 milljarða cif (127,5 milljarða króna fob) samkvæmt bráðabirgðatölum.

Ef vöruviðskiptin eru reiknuð á fob/cif verðmæti, voru vöruviðskiptin óhagstæð eins og fyrr segir um 47,6 milljarða.

Hagstofan bendir á samanburð við vöruviðskiptin frá desember 2023, en þá voru þau óhagstæð um 28,1 milljarð króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuður í desember 2024 var því 18,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Þá var vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði óhagstæður um 397,6 milljarða króna sem er 29,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK