Gervigreindin rétt að byrja

Vöxtur Stefán hjá Snjallgögnum segir gervigreindarlausnir fyrirtækisins hafa mikinn hljómgrunn …
Vöxtur Stefán hjá Snjallgögnum segir gervigreindarlausnir fyrirtækisins hafa mikinn hljómgrunn um þessar mundir á meðal íslenskra fyrirtækja. AFP/Kirill Kudryavtsev

Hugbúnaðarhúsið Snjallgögn velti 125 milljónum króna á síðasta ári, sem er 400% tekjuvöxtur frá árinu á undan. Starfsmannafjöldi jókst samtímis þrefalt milli ára og starfa nú tíu manns hjá fyrirtækinu.

Þetta reykvíska sprotafyrirtæki hefur frá árinu 2020 þróað margvíslegar gervigreindarlausnir fyrir atvinnulífið. Á meðal viðskiptavina eru Arctic Adventures, Bónus, Elko, Nova, Rarik og Skatturinn.

Stefán Baxter, framkvæmdastjóri og stofnandi Snjallgagna, þakkar þennan góða árangur sívaxandi eftirspurn innan atvinnulífsins eftir hagnýtri gervigreind.

„Við erum að þróa vöru sem á mikinn hljómgrunn núna. Fyrirtæki eru mikið að leita að leiðum til þess að hagnýta gervigreind. Við höfum sem betur fer fundið góðar leiðir sem eru í alvörunni að nýtast þeim,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að á sama tíma hafi skapast mikil pressa á meðal fyrirtækja að gera eitthvað í þessum málum, en sum þeirra hafi bæði sýnt mikinn vilja og metnað í hagnýtingu gervigreindar.

„Við erum að vinna með frábærum íslenskum fyrirtækjum sem eru metnaðarfull og vilja hagnýta þessa tækni sem allra best. Það vill svo til að við erum búin að vera í nokkur ár að þróa hugbúnað sem er hugsaður einmitt fyrir þetta,“ segir Stefán.

Hann segir að fyrirtækið hafi séð þessa eftirspurn fyrir og núna sé hún komin af stað.

„Við erum þeirrar skoðunar að eftirspurnin verði sterk næstu árin. Þar er að segja þessar miklu breytingar sem munu verða á daglegum rekstri fyrirtækja með tilkomu hagnýtrar gervigreindar. Að mínu mati er það ferðalag bara rétt að byrja,“ segir Stefán að lokum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í morgun.

 

 

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK